Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. september 2019 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ganso kallaði þjálfarann heimskan og tók stjórn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknartengiliðurinn Paulo Henrique Ganso flutti til heimalandsins í janúar til að spila fyrir Fluminense eftir þrjú ár hjá Sevilla.

Fluminense gerði 1-1 jafntefli við Santos í vikunni og var Ganso tekinn útaf á 63. mínútu. Leikmaðurinn tók ekki vel í skiptinguna og byrjaði að rífast við þjálfarann sinn á hliðarlínunni.

„Þú veist ekki neitt, þú ert heimskur asni," sagði Ganso meðal annars við þjálfara sinn, Oswaldo de Oliveira, sem svaraði fullum hálsi og kallaði leikmanninn „helvítis róna".

Ganso settist á bekkinn og kvartaði undan þjálfaranum við liðsfélagana og stóð svo upp skömmu síðar. Hann labbaði að hlið þjálfarans og byrjaði að gefa leikmönnum leiðbeiningar. Hann var í því hlutverki út leikinn og því leit út eins og það væru tveir að þjálfa Fluminense.

„Ég starfa ekki fyrir Oswaldo. Ég starfa fyrir Fluminense og reyni að hjálpa liðsfélögunum eins og ég get," sagði Ganso á leið til klefa eftir leikinn.

Mennirnir sættust þó inni í klefanum en það var þjálfarinn sem var fyrri til að biðjast afsökunar.

„Við erum búnir að leysa úr þessu. Það var ágreiningur sem við erum búnir að vinna úr. Ég bað hann um að koma meira til baka og sinna aukinni varnarvinnu en hann svaraði mér með blótsyrði. Þess vegna tók ég hann útaf," sagði Oswaldo eftir leikinn, en Ganso var ekki sammála þessu.

„Það er ekki ástæðan, þið sáuð mig sinna varnarvinnu allan leikinn. En það skiptir ekki máli, það eina sem skiptir máli er að við erum allir að gera okkar besta til að hjálpa Fluminense."

Fyrir skömmu barst opinber tilkynning frá Fluminense. Oswaldo hefur verið rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner