banner
   fös 27. september 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Keisuke Honda á Twitter: Vill fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Japanski miðjumaðurinn Keisuke Honda er 33 ára gamall og lék síðast fyrir Melbourne Victory í ástralska boltanum. Þar spilaði hann samhliða því að vera landsliðsþjálfari Kambódíu.

Honda, sem gerði 37 mörk í 98 landsleikjum með Japan, er enn við stjórn hjá Kambódíu en vill byrja að spila fótbolta aftur.

Hann fór því á Twitter og lýsti því yfir að hann sé að leita sér að nýju félagi með ansi áhugaverðri færslu. Í lok færslunnar merkti hann við aðgang Manchester United.

„Sendið mér tilboð. Ég þarf ekki pening en ég þarf að spila fyrir frábært lið með frábærum liðsfélögum! @ManUtd @ManUtd_JP," segir Honda í færslunni.

Honda gerði garðinn frægan með CSKA Moskvu í Rússlandi og lék svo fyrir AC Milan frá 2014 til 2017. Eftir það gerði hann frábæra hluti með Pachuca í Mexíkó og Melbourne í Ástralíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner