fös 27. september 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Kenyon gerir aðra tilraun til að kaupa Newcastle
Peter Kenyon.
Peter Kenyon.
Mynd: Getty Images
Peter Kenyon er að undirbúa nýtt tilboð í Newcastle United en hann vill kaupa félagið af Mike Ashley.

Kenyon, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Manchester United og Chelsea, er með fjárfestingafélagið GACP Sports en það á meðal annars franska félagið Bordeaux.

Félag Kenyon vill borga 300 milljónir punda fyrir Newcastle og dreifa greiðslunni á næstu þrjú árin.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur viljað fá 350 milljónir punda en nú er spurning hvort hann vilji skoða tilboð Kenyon.

Fleiri fjárfestar hafa reynt að kaupa Newcastle undanfarin ár en án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner