Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. september 2019 13:33
Elvar Geir Magnússon
KR boðið á elliheimilið - „Leggjum nú brandarann til hliðar"
KR-ingar mættir á elliheimilið.
KR-ingar mættir á elliheimilið.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslandsmeistarar KR mættu í hádegisheimsókn á elliheimilið Grund í dag. Vel var tekið á móti leikmönnum KR-inga sem færðu heimilinu áritaða treyju að gjöf.

Fyrir tímabilið töldu ýmsir að KR-ingar væru með of gamalt lið til að geta endað í efsta sætinu. Í gríni var talað um KR sem 'elliheimilið Grund'. KR-ingar blésu á allar svartsýnisspár og hömpuðu þeim stóra.

Heimsóknin á Grund var einnig notuð til að tilkynna um nýja samninga við Aron Bjarka Jósepsson og Pálma Rafn Pálmason.

Pálmi var spurður að því hvort það sé ekki vel við hæfi að gera nýjan samning á Grund?

„Það er mjög skemmtilegt! Við erum hrikalega ánægð með það, þetta er skemmtilegur djókur. Það ótrúlega skemmtilegt fyrir deildina hvað umræðan er mikil og mikið af þáttum í gangi, bæði hjá ykkur og Doktornum. Þetta eykur umfjöllun um deildina," segir Pálmi.

„Þessi brandari er bara skemmtilegur og bítur nú ekki mikið á okkur en okkur fannst við þurfa að svara þessu í gamni. Það var smá motivation fyrir okkur að sýna að við erum góðir. Vonandi kemur eitthvað nýtt svo til að peppa okkur upp en nú er hægt að leggja þennan brandara til hliðar."

„Það er virkilega gaman að Grund skuli bjóða okkur hérna í dag og það er mikill heiður," segir Pálmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner