fös 27. september 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mendy skrifaði bréf til enska knattspyrnusambandsins
Bernardo og Mendy eru mjög góðir vinir.
Bernardo og Mendy eru mjög góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Tíst frá Bernardo Silva vakti mikið umtal á dögunum þar sem hann líkti liðsfélaga sínum Benjamin Mendy við fígúru sem er framan á spænska súkkulaðinu Conguitos.

Þessi færsla fór fyrir brjóstið á mörgum en Mendy sjálfur tók vel í grínið. Skömmu síðar barst þó tilkynning um að enska knattspyrnusambandið væri með málið til skoðunar.

Josep Guardiola og Mendy voru fljótir að koma Bernardo Silva til varnar og skrifaði Spánverjinn bréf til enska knattspyrnusambandsins. Nú er Mendy einnig búinn að senda bréf til sambandsins til að koma félaga sínum til varnar.

Bernardo og Mendy eru góðir vinir. Þeir unnu frönsku deildina saman hjá Mónakó áður en þeir voru fengnir yfir til Man City.

Enska knattspyrnusambandið er með annað atvik til skoðunar, sem er frá því í fyrra. Það er myndband af Bernardo sem spyr hvers vegna Mendy sé nakinn - þegar Mendy er klæddur svörtum bol.

Athugasemdir
banner
banner