fös 27. september 2019 11:22
Elvar Geir Magnússon
Roma setur stuðningsmann í ævilangt bann
Juan Jesus.
Juan Jesus.
Mynd: Getty Images
Roma hefur sett stuðningsmann sem var með rasisma í garð brasilíska varnarmannsins Juan Jesus í ævilangt bann.

Stuðningsmaðurinn var með rasismann á Twitter en Roma tilkynnti það til lögreglu.

Kynþáttafordómar eru stórt vandamál í ítölskum fótbolta en gagnrýnt hefur verið að ekki sé tekið á málum með harðari hætti. Viðbrögð Roma hafa því fengið mikið lof.

Nokkur atvik hafa komið upp í upphafi tímabils þar sem leikmenn verða fyrir kynþáttaníð úr stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner