Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. september 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins hjálpaði til við að breyta klefanum hjá KR
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, gengur í mörg verk hjá félagi sínu. Rúnar er ekki bara að þjálfa liðið því síðastliðinn vetur hjálpaði hann til við miklar breytingar á búningsklefa liðsins á KR-velli.

„Ég er félagsmaður og mikill KR-ingur. Ég talaði um að við þyrftum að gera breytingar og fríska upp á þetta," sagði Rúnar í Miðjunni á Fótbolta.net.

„Það er gott fyrir strákana að hafa aðstöðu og hún þarf að vera góð. Hún var ágæt, við vorum með tvo litla klefa þar sem helmingurinn var öðru megin. Þetta er líka gott fyrir mig að hafa meira rými og alla leikmennina fyrir framan mig þegar ég er að tala við þá."

„Við rifum allt út úr klefanum eftir síðasta tímabil og fórum í töluverðar breytingar. Við fengum fínan stuðning frá góðum KR-ingum sem hjálpuðu okkur að smíða. Sérverk gaf okkur allar inréttingar og síðan fékk ég toppmenn í að hjálpa okkur að smíða þetta upp."


Er Rúnar sjálfur handlaginn? „Ég er ágætis aðstoðarmaður. Ég hef gaman að því að gera þetta. Mér finnst gaman að gera eitthvað annað en þjálfa bara fótbolta. Við vorum að smíða, henda þessu upp á veggi, mála og dúlla í þessu. Maður fékk vini sína sem eru iðnaðarmenn í að setja allt upp."

„Klefinn er fínn núna en hann er ekki 100% tilbúinn. Við eigum eftir að setja myndir á veggina og gera eitthvað skemmtilegt. Strákunum finnst þetta vera flottasti klefi sem þeir hafa komið í á Íslandi og þeir eru ánægðir þarna inni. Þeir hugsa vel um hann og það er líka þrifanlegra þarna núna en var áður."


Hægt er að hlusta á viðtali við Rúnar í heild sinni í Miðjunni.
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner