fös 27. september 2019 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt aftur á sigurbraut
Bas Dost er kominn með tvö mörk á rétt rúmum 160 mínútum í þýsku deildinni.
Bas Dost er kominn með tvö mörk á rétt rúmum 160 mínútum í þýsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Union Berlin 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Bas Dost ('48)
0-2 Andre Silva ('62)
1-2 Anthony Ujah ('86)

Eintracht Frankfurt heimsótti nýliða Union Berlin í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Staðan var markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik en gestirnir frá Frankfurt skiptu um gír eftir leikhlé.

Bas Dost skoraði í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fylgdi skoti Filip Kostic eftir og tvöfaldaði Andre Silva forystuna með skalla eftir fullkomna fyrirgjöf frá Djibril Sow á hægri kanti.

Heimamenn náðu ekki að minnka muninn fyrr en á lokakaflanum en mark Anthony Ujah dugði ekki til.

Þetta var þriðji tapleikur Union Berlin í röð og er liðið með fjögur stig eftir sex umferðir. Frankfurt er með tíu stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner