mán 27. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Toddi tók sterklega til orða: Í raun kraftaverk að við héldum okkur uppi
Toddi Örlygs
Toddi Örlygs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson ræddi um leikinn, tímabilið og framtíðina í viðtölum eftir leik Stjörnunnar og KR á laugardag. Leikurinn var liður í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Toddi, eins og Þorvaldur er oftast kallaður, tók við sem þjálfari Stjörnunnar eftir eina umferð þegar Rúnar Páll Sigmundsson hætti óvænt. Toddi hafði verið í teymi með Rúnari frá því fyrr um veturinn.

Stjarnan hefur átt strembið tímabil, endaði í sjöunda sæti í deildinni og efti sjö umferðir var liðið í botnsæti deildarinnar. Ofan á áðurnefnd þjálfaraskipti hafa margir leikmenn glímt við meiðsli og Þorvaldur talar einnig um annars konar mótlæti.

Viðtalið við Fótbolta.net:
„Við lentum í mörgum áföllum sem varða leikmannahópinn okkar og úrslit og annað hafa ekki dottið með okkur. Við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel og að ná 7. sætinu. Mér finnst það frábært afrek að halda okkur uppi. Félagið, stjórn, stuðningsmenn og allir sem starfa í kringum félagið hafa haldið ró sinni og haldið vel saman í baráttunni og mótlætinu sem hefur verið," sagði Toddi við Fótbolta.net.

„Það særir svolítið stoltið að félag sem er búið að vera í toppbaráttu og í Evrópusæti á hverju ári... það getur oft verið sárt og menn læra af því og horfa fram veginn."

Þorvaldur Örlyggson var spurður hvort hann yrði áfram með liðið.

„Eins og hefur komið fram áður þá var talað um að klára tímabilið og kíkja síðan á málin þegar tímabilið er búið og það kláraðist fyrir fimmtán mínútum þannig við skulum bíða fram á mánudag," sagði Toddi.

Viðtalið við mbl.is:
Hann ræddi einnig við mbl.is eftir leikinn og tók aðeins sterkar til orða: „Það virðist hafa verið álag á okk­ur varðandi ýmsa hluti en ég held að liðið og við all­ir í kring­um það höf­um staðið okk­ur gríðarlega vel og í raun krafta­verk að við skyld­um halda okk­ur upp í deild­inni," sagði Toddi við mbl.is

„Ég held líka að ég hafi aldrei upp­lifað eins mót­læti hvað varðar meiðsli og hitt og þetta. Hlut­ir hafa ekki gengið upp, í sumum leikj­um var dómgæsl­an skelfleg en við átt­um líka skelfi­lega leiki. Bolt­an­um var jafn­vel leyft að fara útaf án þess að væri flautað og ýmsa reglur notaðar en við verðum að horfa í það að við gerðum vel og ég hrósa drengj­un­um í há­stert," sagði Toddi sem nefnir þarna atvikið gegn KA í bikarnum þegar boltinn var farinn af velli áður en KA skoraði.
Toddi Örlygs: Talað um að klára tímabilið og ræða síðan málin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner