Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2022 08:16
Elvar Geir Magnússon
Ekki séð neinn fá eins harða gagnrýni og Maguire fær
Harry Maguire fær mikla gagnrýni.
Harry Maguire fær mikla gagnrýni.
Mynd: EPA
Luke Shaw segir að liðsfélagi sinn hjá enska landsliðinu og Manchester United fái meiri gagnrýni en nokkur annar sem hann hefur orðið vitni að í fótboltanum.

Maguire gerði dýrkeypt mistök í aðdragandanum að tveimur af þremur mörkum Þýskalands í 3-3 janftefli Englands í gær.

Margir hafa gagnrýnt Gareth Southgate fyrir að velja hann í byrjunarliðið en fyrr á tímabilinu var hann settur á bekkinn hjá Manchester United.

„Harry er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur karakter," segir Shaw.

„Hann hefur tekið mikla gagnrýni á bakið. Líklega þá mestu sem ég hef séð áður í fótbolta. Hann fer aldrei í felur, hann er alltaf til staðar. Það eru ýmsir sem fela sig og vilja ekki vera í sviðsljósinu en hann sýnir styrk og sterkan karakter."

„Allir vita að hann er frábær leikmaður. Sem stendur er sjálfstraustið ekki upp á það besta því það er látið eins og allur heimurinn sé á móti honum. Það er erfitt fyrir hann en við sem liðsfélagar stöndum allir með honum því hann er mikilvægur leikmaður."

„Hann spilaði báða leikina í þessum glugga og það sýnir traustið sem hann fær frá Gareth (Southgate landsliðsþjálfara). Sjáið hvað hann gerði á EM. Fólk verður að skilja að hann er stór hluti af enska landsliðinu, fólk verður að meðtaka það."
Athugasemdir
banner
banner
banner