Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nordsjælland og Salzburg með yngstu lið heims
Mynd: Getty Images

CIES Football Observatory er búið að birta áhugaverða tölfræði sem sýnir meðalaldur leikmannahópa knattspyrnufélaga um allan heim eftir spiluðum mínútum.


Ekki allar deildir heims eru teknar með en þó langflestar og er niðurstaðan skemmtileg þar sem danska félagið FC Nordsjælland er með yngsta lið heims. Meðalaldurinn hjá leikmönnum sem spila keppnisleiki fyrir félagið er 22,31 ár.

Austurríska stórveldið RB Salzburg, sem er oft kallað unglingalið eða varalið RB Leipzig, er í öðru sæti með meðalaldur upp á 22,71 ár.

Finna má félög á borð við Bordeaux, úr frönsku B-deildinni, Cercle Brugge frá Belgíu og Valencia frá Spáni á listanum.


Athugasemdir
banner