Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 27. september 2022 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Slóvenski lýsandinn fór á kostum - „Marco van Basten!"
Benjamin Sesko í leiknum gegn Svíum
Benjamin Sesko í leiknum gegn Svíum
Mynd: EPA
Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko skoraði fallegasta mark kvöldsins í Þjóðadeildinni í 1-1 jafnteflinu gegn Svíþjóð, en slóvenski lýsandinn hefur eflaust sprengt hljóðhimnur um allan heim í lýsingu sinni á markinu.

Sesko, sem er 19 ára gamall. þykir einn efnilegasti framherji heims, en það verður gaman að fylgjast með honum í Bundesligunni á næsta ári.

Hann mun ganga í raðir Leipzig frá Salzburg, en enska félagið Manchester United reyndi einnig að fá hann í sumar. Hann taldi þó best að þróa feril sinn í þýsku deildinni.

Sesko sýndi í kvöld af hverju mörg stærstu félög heims hafa verið að skoða hann, en hann skoraði stórkostlegt mark á lofti í leik gegn Svíum og það með vinstri fæti, en Sesko er réttfættur.

Slóvenski lýsandinn missti sig eðlilega í nokkrar sekúndur eftir markið og líkti þessu við markið sem Marco van Basten skoraði fyrir Holland í úrslitum Evrópumótsins árið 1988.

Lýsinguna má sjá hér fyrir neðan, en undirritaður mælir alveg með því að lækka hljóðið verulega áður en myndbandið er spilað.


Athugasemdir
banner
banner