banner
   þri 27. september 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tékklandi
Telur íslenska liðið mun betra en það tékkneska - „Finnst þeir ekkert sérstakir“
Andri Fannar á æfingu í gær.
Andri Fannar á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson var besti leikmaður íslenska U21 landsliðsins í fyrri leiknum gegn Tékkum. Það er óhætt að segja að hann sé kokhraustur fyrir seinni leikinn.

Hann telur að íslenska liðið hafi ekki náð að sýna gæði sín almennilega í fyrri leiknum en sé straðráðið í því að gera það í dag.

„Ég hefði viljað skapa fleiri færi og vorum aðeins undir í baráttunni en ætlum að bæta upp fyrir það og vinna þennan seinni leik. Við þurfum að mæta af hörku og sýna gæðin okkar og þá vinnum við þennan leik," segir Andri sem er sannfærður um að Ísland sé með betra lið en Tékkland.

„Mér persónulega finnst þeir ekkert sérstakir. Þeir eru þéttir til baka og sterkir líkamlega. En fótboltalega séð ættum við að vinna þá, við verðum bara að vera allir on. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu."

Þurfum að sýna það að við erum betri
„Maður verður að vera fullur sjálfstrausts, við verðum að trúa því að við getum þetta. Þá veit ég að við erum miklu betra lið. Við þurfum að vera yfirvegaðir og sýna að við erum betri í fótbolta, halda fókus," segir Andri.

Hann segir að umræðan um hvort leikmenn hefðu átt að vera færðir úr A-landsliðinu ekki hafa nein truflandi áhrif inn í leikmannahópinn.

„Það eru bara þjálfararnir sem ákveða þetta. Leikmenn eru bara mjög einbeittir að vinna þennan leik. Við erum allir samstíga í því og erum mjög ánægðir með hópinn sem við erum með hér," segir Andri sem telur að Ísland geti komið tékkneska liðinu á óvart í dag.

„Ég hef fulla trú á því. Við höfum aðeins breytt áherslum, það kemur í ljós í leiknum. Ég tel klárlega að við getum meitt þá."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner