Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. október 2018 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már missir af næsta landsliðsverkefni
Icelandair
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið að koma sterkur inn í landsliðið en hann verður ekki með í næsta landsliðsverkefni. Það er að minnsta kosti mjög ólíklegt ef marka má félag hans, Grasshopper í Sviss.

Í tilkynningu frá Grasshopper segir að Rúnar hafi farið í aðgerð á ökkla. Aðgerðin gekk vel en Rúnar verður frá í að minnsta kosti fjórar vikur.

Rúnar er fyrirliði Grasshopper og þetta er því áfall fyrir liðið sem er í níunda sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar hefur fengið meiri spiltíma með íslenska landsliðinu eftir að Erik Hamren kom við og hefur hann staðið sig vel.

Næsta landsliðsverkefni er í nóvember, nánar tiltekið gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 15. nóvember og Katar í vináttulandsleik 19. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner