mán 27. nóvember 2017 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin látinn fara frá York: Braut engar reglur
Gary í leik með Víkingum.
Gary í leik með Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gary Martin hefur verið látinn fara frá enska liðinu York City. York er utandeildarlið.

Ástæðan sem félagið gefur upp á heimasíðu sinni er agabrot.

Fótbolti.net hafði samband við Gary varðandi málið, en hann segist ekki hafa brotið neinar reglur.

„Ég spilaði leik með vinum mínum á sunnudag. Ég var ekki samningsbundinn (e. non-contract) York. Þeir voru hins vegar ekki ánægðir að ég skyldi spila með vinum mínum, en ég braut engar reglur," sagði Gary í samtali við Fótbolta.net. í dag.

Hann skrifaði undir stuttan samning við York í byrjun mánaðarins eftir að hafa áður samið við Lilleström. Félagaskiptaglugginn í Noregi er lokaður og Gary verður ekki leikmaður Lilleström fyrr en eftir áramót. Hann samdi því við York til að halda sér í formi.

Gary varð markakóngur í Pepsi-deildinni árið 2014 en hann lék á Íslandi með ÍA, KR og Víkingi R. frá 2010 til 2016.



Athugasemdir
banner
banner
banner