Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. nóvember 2017 16:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jón Rúnar: Gerðum stór mistök í glugganum í fyrra
Frá fréttamannafundi í Krikanum.
Frá fréttamannafundi í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum og fengið til sín öfluga leikmenn. Eftir að hafa lent í þriðja sæti á liðnu tímabili er ljóst að FH er ákveðið í að fara aftur á toppinn.

Guðmundur Kristjánsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Kristinn Steindórsson eru komnir til FH úr atvinnumennsku og Geoffrey Castillion sem var öflugur í sókn Víkings R. í sumar er einnig mættur.

Leikmannakaupin fyrir síðasta tímabil voru gagnrýnd mikið, þeir sem fengnir voru stóðu ekki undir væntingum og ljóst að Hafnfirðingar ætla ekki að láta mistök endurtaka sig. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, viðurkenndi í útvarpsþættinum Fótbolti.net að glugginn fyrir ári síðan hafi verið misheppnaður.

„Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að kominn hafi verið tími á smá endurnýjun og við erum að bregðast við því," segir Jón Rúnar. Hann segir að það sé ekki einfalt að útskýra muninn á glugganum núna og fyrir ári síðan að markaðurinn hafi verið flóknari.

„Við getum bara orðað það þannig að okkur mistókst í fyrra. Menn töldu að þeir hafi lesið sumar stöður rétt þegar þær voru rangar. Því miður. Það er meira að segja í Krikanum þar sem menn geta gert stór mistök."

Tómas Þór Þórðarson, annar umsjónarmanna þáttarins, sagði þá að eðlilegt væri að menn myndu skauta aðeins framhjá einu sinni eftir alla þá velgengni sem hefur ríkt í Kaplakrika.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Jón Rúnar í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner