Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 27. nóvember 2017 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Kristjáns: Hjörtur getur spilað í miðverði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Helgi Kristjánsson spjallaði við Fótbolta.net eftir 1-0 tap FH gegn Fjölni í Bose mótinu fyrr í kvöld.

FH tapaði þar með báðum riðlaleikjunum í æfingamótinu og telur Óli sína menn þurfa að nýta undirbúningstímabilið til fulls.

„Mér líst nú aldrei vel á að tapa. Við skoruðum ekki mark og þeir gerðu glæsilegt mark. Það var mjög vel gert hjá honum (Birni Snæ) að sjá að Gunni var úti og setja boltann yfir hann. Við höfum sex mánuði núna til þess að æfa og verðum að nýta þá vel." sagði Óli að leikslokum.

Það eru fjórir nýir menn á leið til FH-inga en Ólafur býst ekki við þeim fyrr en eftir áramót.

„Það kemur enginn fyrir áramót. Þeir eru bara á leiðinni, hver í sínu horni. Kristinn er í smá pásu, Hjörtur Logi missteig sig á æfingu, Guðmundur Kristjáns úti og Castillion er ennþá úti."

Óli segir mögulegt að Hjörtur Logi Valgarðsson, sem er kominn heim eftir sjö ára veru í Svíþjóð og Noregi, muni spila sem miðvörður í ljósi þess að Böðvar Böðvarsson hefur fest sig afar vel í sessi í stöðu vinstri bakvarðar.

„Það á enginn öruggt sæti í liðinu. Ég hugsa að Hjörtur geti spilað vel í miðverði. Hann hefur mjög góðan vinstri fót, les leikinn vel, er með góða reynslu og ég er alveg fullviss um að hann geti spilað þessa stöðu mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner