Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 27. nóvember 2018 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Pálmi skoraði tvö og KR í úrslit
Björgvin Stefánsson í baráttunni í kvöld en hann skoraði fyrsta mark KR
Björgvin Stefánsson í baráttunni í kvöld en hann skoraði fyrsta mark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 4 KR
0-1 Björgvin Stefánsson ('2 )
1-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('30 )
1-2 Pálmi Rafn Pálmason ('47 )
1-3 Pálmi Rafn Pálmason ('60 )
2-3 Hilmar Árni Halldórsson ('65 )
2-4 Óskar Örn Hauksson ('80 )

KR tryggði sæti sitt í úrslitum Bose-mótsins í kvöld með því að vinna Stjörnuna 4-2 í Kórnum.

Björgvin Stefánsson kom KR-ingum á bragðið á 2. mínútu áður en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin á 30. mínútu gegn sínum gömlu félögum.

Pálmi Rafn Pálmason var í stuði í dag en hann kom KR yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en hann bætti við öðru á 60. mínútu. Hilmar Árni Halldórsson minnkaði muninn þremur mínútum síðar áður en Óskar Örn Hauksson gulltryggði KR sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 4-2 fyrir KR sem fer í úrslitaleikinn en liðið vann báða leiki sína í riðlinum.

HK eða Breiðablik fara í úrslitaleikinn og annað liðið mætir svo Stjörnunni í leik um 3. sætið. FH mætir Víking R í leik um 5. sætið.

Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði KR í kvöld og lék 75 mínútur á miðjunni. Hann hefur verið að æfa með KR-ingum eftir að hann rifti samning sínum við tyrkneska liðið Elazigspor.
Athugasemdir
banner