fim 28. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Aubameyang útskýrir fjarveru sína
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang var fjarri góðu gamni þegar Arsenal lagði Southampton í fyrrakvöld sem og í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

Aubameyang birti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann útskýrði fjarveru sína.

Móðir Aubameyang hefur verið að glíma við veikindi og hann var við hlið hennar þegar leikurinn fór fram á þriðjudag.

Aubameyang segir að móður hans heilsist betur og að hann sé sjálfur á leið heim til sín eftir að hafa verið á sjúkrahúsi með móður sinni.

„Þakka ykkur öll - Ég er mjög heppinn að hafa fengið þennan stuðning og ást frá ykkur og ég get ekki beðið eftir að koma til baka," sagði Aubameyang meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner