Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Breiðablik í þjálfaraleit - „Erfitt að missa Steina"
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að missa þjálfara og það er erfitt að missa Steina sem er frábær þjálfari og frábær maður. Á sama tíma erum við auðvitað ánægð og stolt fyrir hans hönd að fá þetta frábæra tækifæri," sagði Sigurður Híðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Þorsteinn Halldórsson er hættur störfum eftir sjö ár sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki en hann var í dag ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins.

„Nafnið hans hefur verið í umræðunni í svolítinn tíma en það er stutt síðan þetta kom upp og þetta gerðist frekar hratt eftir það," sagði Sigurður Hlíðar um aðdragandann.

Íslandsmeistarar Breiðabliks leita nú að nýjum þjálfara fyrir komandi tímabil.

„Það er stutt síðan þetta kom upp og við erum farin af stað með það ferli að finna næsta þjálfara. Sú vinna er að byrja og við munum reyna að vinna það hratt og vel," sagði Sigurður Hlíðar.

Ólafur Pétursson aðstoðarþjálfari og Aron Már Björnsson styrktarþjálfari stýra æfingu Breiðabliks í kvöld á meðan leit stendur yfir að nýjum þjálfara.

Sjá einnig:
Átta þjálfarar sem gætu tekið við Breiðabliki
Athugasemdir
banner
banner
banner