Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. janúar 2021 10:19
Elvar Geir Magnússon
Talið að Valur sé líklegast til að krækja í Kjartan Henry
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Íslandsmeistarar Vals vilja fá sóknarmanninn Kjartan Henry Finnbogason í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kjartan er 34 ára og er uppalinn KR-ingur en áður en hann samdi við danska félagið Horsens í október var hann orðaður við endurkomu í Vesturbæinn.

Sagt er að Valur sé nú líklegasti áfangastaður Kjartans þegar hann mun yfirgefa Horsens.

Það yrði erfitt fyrir stuðningsmenn KR að kyngja því ef Kjartan færi í Val en Hlíðarendafélagið hefur verið duglegt við að sækja KR-inga í körfuboltanum.

„Auðvitað myndum við vilja fá hann en þetta er alltaf sama sagan. Hann er leikmaður sem við viljum fá í KR ef hann ætlar sér heim, það er engin spurning," sagði Rúnar Kristinsson þegar hann var spurður út í Kjartan í október.

Horsens er í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum með aðeins sex stig, níu stigum frá sætinu fyrir ofan.

Samningur Kjartans við Horsens er út júnímánuð og óvíst hvort hann hugi að heimkomu á þessu ári og hvort það yrði fyrir Íslandsmót eða í sumarglugganum ef af því yrði. Ekki náðist í Kjartan við vinnslu þessarar fréttar.

Valur er þegar með öfluga breidd sóknarlega en Tryggvi Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason gengu í raðir félagsins í vetur frá Lilleström.
Athugasemdir
banner
banner