Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. janúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar sem komust næst draumaliði Arnórs
Arnór Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Íslensk knattspyrna 1987
Pétur er í dag þjálfari kvennaliðs Vals.
Pétur er í dag þjálfari kvennaliðs Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Goðsögnin Arnór Guðjohnsen var á dögunum gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þar sem hann valdi 11 manna draumalið yfir ferilinn sinn.

Arnór spilaði lengst af sem atvinnumaður og hann valdi 11 erlenda leikmenn í sitt lið. „Ég valdi þessa leikmenn sem ég spilaði mest með, viku frá viku," sagði Arnór en hann tvo Íslendinga sérstaklega sem voru nálægt því að komast í liðið.

Jóhann Skúli Jónsson, þáttastjórnandi, bað Arnór um að velja tólfta mann í liðið sem myndi halda góðum anda í klefanum. „Ef við erum að tala um stemningu í búningsklefanum þá var Atli Eðvaldsson algjör snillingur. Hann var snarbrjálaður, skemmtilegur en ofboðslega bjartsýnn og jákvæður alltaf. Hann trúði alltaf á sigur. Það var ótrúlega gaman að vera í kringum hann."



„Ef ég ætti að velja einhvern einn íslenskan leikmann í liðið mitt, þá væri það Pétur Pétursson. Fyrir mér er hann besta 'nía' sem Ísland hefur átt. Ég ætla að segja það þannig."

„Ég spilaði með Ásgeiri Sigurvins en við spiluðum ekki marga leiki saman þannig lagað."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner