Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tók á að kveðja ÍA - „Tímarnir upp á Skaga eru nokkuð bjartir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson stjórnaði ÍA í síðasta sinn er liðið tapaði gegn Leikni í leik um þriðja sætið á Fótbolta.net mótinu í gær. Hann tekur við sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.

Hann var til viðtals við Fótbolta.net í gær. Var erfitt að kveðja ÍA?

„Já auðvitað, þetta tók svolítið á því mér þykir gríðarlega vænt um starfið sem er í gangi upp á Akranesi. Það hefur verið mikið af leikmönnum sem við höfum náð að þróa. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en líka erfiður, lærdómsríkur fyrir mig. Á síðustu æfingunni í gær var mjög erfitt að kveðja, það tók aðeins á en ég var að reyna útskýra fyrir mönnum að þetta væri þróun á mínum ferli sem þjálfari og ég hefði metnað fyrir því að ná lengra."

Hann hefur engar áhyggjur af ÍA og telur að tímarnir séu bjartir framundan á Skaganum.

„Já algjörlega, Skagamenn hafa ákveðna stefnu sem er verið að vinna eftir og ég hef gríðarlega mikla trú á því að þeir sem eru að stjórna félaginu finni rétta manninn til að halda áfram að vinna eftir stefnu ÍA sem er skemmtileg, spennandi og krefjandi. Það verk heldur áfram þó svo að ég sé ekki þarna lengur. Ég hef mikla trú á því að það komi góður maður inn sem á eftir að gera góða hluti og tímarnir upp á Skaga eru nokkuð bjartir að mínu mati."

Jóhannes Karl tók við ÍA árið 2018 þegar liðið var í næst efstu deild og kom þeim upp í efstu deild á fyrsta tímabili. Honum tókst á ævintýralegan hátt að halda liðinu uppi í efstu deild á síðustu leiktíð eftir sigur í lokaumferðinni.
Jói Kalli: Arnar er landsliðsþjálfari og ég er aðstoðarmaður hans
Athugasemdir
banner
banner
banner