Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. febrúar 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Norwich með mjög svo óvæntan og mikilvægan sigur
Jamal Lewis skoraði sigurmarkið.
Jamal Lewis skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Norwich er áfram á botninum, en núna fjórum stigum frá öruggu sæti.
Norwich er áfram á botninum, en núna fjórum stigum frá öruggu sæti.
Mynd: Getty Images
Norwich 1 - 0 Leicester City
1-0 Jamal Lewis ('70 )

Botnlið Norwich vann mjög svo óvæntan sigur á Leicester í föstudagsleik í ensku úrvalsdeildinni.

Jamie Vardy var ekki í hóp Leicester vegna meiðsla og byrjuðu miðjumennirnir Wilfried Ndidi og Youri Tielemans á bekknum.

Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, en snemma í seinni hálfleik skoraði Kelechi Ihenacho fyrir Leicester. Til mikillar ánægju stuðningsmanna Norwich var markið þó dæmt af eftir VAR-skoðun. Hendi var dæmd á Iheanacho í aðdragandanum.

Norwich hafði ekki skorað mark úr opnum leik frá því á nýrsdag, þangað til að bakvörðurinn Jamal Lewis braut ísinn á 70. mínútu með flottu skoti vinstra megin í teignum. Bakverðirnir Lewis og Max Aaron unnu saman að markinu og skoraði sá fyrrnefndi.

Markið má sjá hérna.

Norwich barðist af krafti síðustu mínúturnar og náði að landa mjög mikilvægum þremur stigum. Leicester átti 19 marktilraunir gegn 11 tilraunum Norwich, en það er ekki það sem telur í fótbolta - það eru mörkin.

Norwich er áfram á botninum, en núna fjórum stigum frá öruggu sæti og er útlitið betra. Leicester hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum, en er samt sem áður í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stigum meira en Chelsea í fjórða sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner