Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan lagði Íslandsmeistarana
Helga Guðrún gerði sigurmark Stjörnunnar.
Helga Guðrún gerði sigurmark Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 0 Valur
1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('64)

Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Íslandsmeisturum Vals í Lengjubikar kvenna í kvöld.

Byrjunarlið Stjörnunnar var með meðalaldur upp á 20,5 ár og bekkurinn upp á 17,3 ár gegn reynslumeiri Valskonum á Samsung vellinum á þessum föstudegi.

Svo fór hins vegar að ungt lið Stjörnunnar bar sigur úr býtum. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði eina mark leiksns og því sigurmarkið um miðbik seinni hálfleiksins.

Íslandsmeistararnir hafa því tapað tveimur leikjum í röð, gegn Breiðabliki og Stjörnunni, í Lengjubikarnum. Valur er með þrjú stig eftir þrjá leiki og Stjarnan með þrjú stig eftir tvo leiki. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Fylki.
Athugasemdir
banner
banner