Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. febrúar 2020 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KV með sigur á Haukum - Þrjú stig á Álftanes
Ingólfur skoraði fjórða mark KV.
Ingólfur skoraði fjórða mark KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru í B-deild Lengjubikars karla í kvöld og þar unnu KV og Álftanes sína leiki.

KV, sem er í 3. deild, lagði Hauka, sem er í 2. deild, að velli á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið höfðu skorað á fyrstu þremur mínútum leiksins og var staðan jöfn 2-2 í hálfleik. Úrslitin réðust á síðustu tíu mínútum leiksins er KV skoraði tvö mörk.

KV hefur unnið báða leiki sína til þessa, en Haukar eru með þrjú stig eftir tvo leiki í Riðli 2.

Í Riðli 3 vann Álftanes svo sigur á Reyni Sandgerði, 3-1, en bæði lið eru í 3. deild. Álftanes er með þrjú stig eftir tvo leiki og er Reynir án stiga eftir jafnmarga leiki.

Riðill 2
Haukar 2 - 4 KV
1-0 Nikola Dejan Djuric ('1)
1-1 Jón Helgi Sigurðsson ('3)
1-2 Björn Axel Guðjónsson ('19)
2-2 Oliver Helgi Gíslason ('25)
2-3 Agnar Þorláksson ('83)
2-4 Ingólfur Sigurðsson ('88)

Riðill 3
Álftanes 3 - 1 Reynir S.
1-0 Kristján Lýðsson ('21)
1-1 Hörður Sveinsson ('26)
2-1 Björgvin Júlíus Ásgeirsson ('51)
3-1 Árni Eyþór Hreiðarsson ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner