fös 28. febrúar 2020 10:56
Elvar Geir Magnússon
Valencia aflýsir fréttamannafundum vegna veirunnar
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Valencia hefur frestað öllum fundum og samkomum til að forðast það að leikmenn og starfslið smitist af kórónaveirunni.

Staðfest hafa verið tilfelli kórónaveirunnar í borginni.

Fréttamannafundum í kringum komandi leik liðsins um helgina í La Liga hefur verið aflýst. Valencia á að taka á móti Real Betis á morgun.

Þá hefur félagið ráðlagt stuðningsmönnum og starfsmönnum sem ferðuðust í Meistaradeildarleikinn gegn Atalanta um að gera hreinlætisráðstafanir.

Mörg íslensk félög eru með skipulagðar æfingaferðir til Spánar á næstu vikum.

Sjá einnig:
Kórónaveiran gæti haft mikil áhrif á íslensk félög - Menn uggandi yfir stöðunni
Athugasemdir
banner
banner