Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Lille missteig sig á heimavelli - Fonte kom til bjargar
Jose Fonte
Jose Fonte
Mynd: Getty Images
27. umferðinni í rönsku Ligue 1 lauk í dag með sjö leikjum. Einbeitingin hér verður á þrjá þeirra.

Mónakó vann Brest, 2-0, þar sem mörkin komu í seinni hálfleik. Wissam Ben Yedder brenndi af vítaspyrnu hjá Mónakó í fyrri hálfleik og var jafnt alveg fram á 76. mínútu þegar Stevan Jovetic skoraði eftir undirbúning Aleksandr Golovin. Á 90. mínútu var Golovin aftur á ferðinni og nú lagði hann upp mark fyrir Kevin Volland sem innsiglaði sigurinn.

Topplið Lille fékk Strasbourg í heimsókn og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Gestirnir leiddu í hléi með marki frá Ludovic Ajorque en Frederic Guilbert lagði upp markið. Það var svo á 86. mínútu sem reynsluboltinn Jose Fonte jafnaði leikinn fyrir Lille eftir sendingu Benjamin Andre.

Þá lauk stórleik Marseille og Lyon með 1-1 jafntefli á Vélodrome. Gestirnir komust yifr með marki Karl Toko Ekambi en Arkadiusz Milik jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Á 71. mínútu fékk Lucas Paqueta sitt annað gula spjald í liði Lyon og því léku heimamenn manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar. Þeim tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Lille er áfram á toppnum með 59 stig, PSG er með 57 og Lyon er með 56. Mónakó er svo í 4. sæti með 55 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner