Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 28. mars 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Auddi Blö: Kemur á óvart hversu frægur Rúrik er um allan heim
Auðunn Blöndal stýrir þáttunum Atvinnumennirnir okkar.
Auðunn Blöndal stýrir þáttunum Atvinnumennirnir okkar.
Mynd: Stöð 2
Rúrik er einn af gestum þáttarins.
Rúrik er einn af gestum þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Það má búast við veislu. Þetta verður hrikalega skemmtilegt og ég held að þetta verði besta serían hingað til," sagði Auðunn Blöndal þáttastjórnandi Atvinnumennirnir okkar.

Þriðja þáttaserían af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Audda Blö hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi sunnudagskvöld.

Í þáttunum heimsækir Auðunn Blöndal íslenska atvinnumenn og fylgist með lífinu sem atvinnumaður. Þættir verða sex talsins og í einum þættinum fylgist hann með landsliðsmanninum, Rúrik Gíslasyni leikmanni Sandhausen í Þýskalandi.

„Serían er fjölbreyttari sem er kannski ekki sniðugt fyrir mig að vera segja á Fótbolti.net en það er aðeins einn fótboltamaður núna. Ég hef verið með svolítið mikið af fótboltamönnum og konum. Það er enginn handboltamaður sem er í fyrsta sinn. Þetta eru sex íþróttir og sex íþróttamenn. Ég held að fjölbreytni sé besta orðið yfir muninn í ár."

Fyrsta serían kom út árið 2008 og því eru 11 ár síðan þættirnir hófu göngu sína. Auðunn segir að það hafi verið mjög erfitt að velja hvaða knattspyrnuleikmann hann hitti í þessari seríu.

„Jói Berg og Alfreð Finnboga eru báðir að gera sturlaða hluti og ég vildi mikið taka þá. Ég held að ég hafi valið Rúrik bæði knattspyrnulega séð og svo er hann öðruvísi en knattspyrnumennirnir sem við vorum að hitta síðast," sagði Auddi sem var spenntur fyrir því að kynnast Rúrik.

„Þegar ég var að fara hitta hann þá átti hann hvorki konu né börn og ég vildi sjá piparsveina lífið sem atvinnumaður. Svo er hann kominn með milljón fylgjendur á Instagram og orðinn módel. Það var annar vinkill en ég vil hriklega mikið hitta bæði Jóa og Alfreð."

„Við eltum hann í módelstörf, þetta verður algjör veisla. Hann er mjög stressaður fyrir því. Honum finnst þetta óþægilegt sem er mjög fyndið því maðurinn er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Maður er eins og sýnishorn af manni þegar maður er hliðin á honum."

Auddi sagðist hafa tekið eftir ýmislegu meðan hann var að taka upp þættina með Rúrik.

„Ég tók líka eftir því þegar ég var að taka upp með Rúrik að fallegt fólk fær öðruvísi afgreiðslu, bæði á veitingastöðum og í verslunum heldur en við hitt fólkið. Ég fór mikið út í frægðina og dældi á hann spurningum. Þetta verður mjög skemmtilegt."

En var það eitthvað sem kom Audda á óvart varðandi Rúrik?

„Í rauninni hvað hann er frægur um allan heim. Það er verið að senda honum frá Kína og Japan og það eru staflar af aðdáendabréfum á skrifborðinu hans sem hann og mamma hans eru að fara yfir. Ég hélt að hann væri bara stór í Suður-Ameríku og í Þýskalandi en hann er stór um allan heim."

Fyrsti þáttur af Atvinnumennirnir okkar 3 verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld klukkan 19:40. Í fyrsta þættinum heimsækir Auðunn, snjóbrettakappann Halldór Helgason.
Athugasemdir
banner
banner