Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   sun 28. apríl 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna.
Víkingar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný Pepsi Max-stjarna fæddist á föstudaginn þegar Valur og Víkingur R. mættust í ótrúlega skemmtilegum opnunarleik.

Hinn 18 ára Logi Tómasson skoraði magnað mark í leiknum, klobbaði tvo varnarmenn og smellti boltanum í samskeytin. En hver er þessi nýja stjarna Pepsi Max-deildarinnar? Logi var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær og kom golf, handbolti, gel og tónlist við sögu.

Mark Loga má sjá hérna.

„Ég svaf lítið. Maður horfði á þetta nokkrum sinnum, ég er ekki með tölu á því hversu oft ég horfði á þetta - örugglega yfir 1000," sagði Logi.

„Ég sá að klofið á Orra var opið, ég sá að Eiður var líka með opið klofið og ákvað að fara í gegn þar líka. Svo skaut ég á markið og hann endaði skeytunum."

Hver er Logi Tómasson?
„Ég er Víkingur, uppalinn Víkingur. Ég er frekar ofvirkur, ég hef verið í golfi, handbolta, fótbolta og svo er ég byrjaður að gera tónlist núna. Það er mikið að gera þessa daganna," sagði Logi þegar hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér.

Einnig bjó Logi til hárgel. „Það hét Bronzer," sagði Logi, en frétt Vísis um málið má sjá hérna.

„Á kvöldin þarf ég alltaf að vera með vinum mínum, ég get ekki verið einn að slaka á. Ég er helvíti ofvirkur."

Logi var markvörður í handbolta en það fór á hilluna þegar Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, sagði honum að gera það. Eins og Logi lýsir því sjálfur.

Logi kom inn á sem varamaður á föstudaginn þegar Dofri Snorrason meiddist. Hann var ekki búast við því að hann væri að fara að spila þennan leik.

„Ég er búinn að vera fótbrotinn og ég var að koma til baka fyrir um tveimur vikum. Ég hélt ég myndi ekki koma inn á. Svo kemur kallið og þá fer hjartað á milljón. Þá gleymir maður fætinum."

Logi á tvö vinsæl lög undir nafninu Luigi á Spotify og er hann núna að fara að gefa út lög með Viktori Jónssyni, framherja ÍA, og Reyni Haraldssyni, leikmanni ÍR. Þeir kalla sig „venjulega gaura".

Elskar bakvörðinn
Í fyrra fór Logi á lán til Þróttar í Inkasso-deildinni. Hann segir að það hafi gefið sér mikið.

„Það gaf mér helling. Ég var ekki að fá að spila hjá Víkingi og fór til Þróttar á láni sem kantmaður. Vinstri bakvörðurinn meiddist svo og þá fór ég inn á í þá stöðu. Ég gaf tvær stoðsendingar og spilaði eftir það alla leiki í vinstri bakverði."

„Ég elska bakvörðinn. Mér finnst það skemmtilegra en að spila sem kantmaður. Ég lít á mig sem bakvörð."

„Ég er með fína löpp. Mér finnst fínt að geta sent hann fyrir og spila vörn. Negla þessa gæja niður."

Víkingur kom mjög á óvart í leiknum í gær. Þeir voru óhræddir og spiluðu frábærlega gegn Íslandsmeisturunum.

„Við vorum ekkert verri en þeir. Við sýndum fólki að við getum spilað flottan fótbolta og við erum ekkert hræddir við að pressa og spila honum," segir Logi.

„Við gerðum þetta vel. Arnar lagði leikinn vel upp. Við hefðum átt að taka þrjú stig."

Heiður að spila með honum
Sölvi Geir Ottesen er leiðtoginn í liði Víkings. Logi hefur ekkert nema gott að segja varnarmanninn reynda.

„Það er heiður að spila með honum. Hann er algjör meistari. Besti hafsent sem ég hef spilað með. Leiðtogi," sagði Logi um fyrrum landsliðsmanninn.

„Hann er alltaf að skóla menn til. Hann hraunar yfir mann ef maður gerir eitthvað slæmt og hrósar ef maður gerir eitthvað gott. Eins og faðir minn."

Það verður spennandi að fylgjast með Loga í sumar, en viðtalið við hann má í heild sinni hlusta á hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner