Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. apríl 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Braithwaite telur sig geta orðið einn þann markahæsta
Braithwaite á ferð á flugi.
Braithwaite á ferð á flugi.
Mynd: Getty Images
Martin Braithwaite, sóknarmaður Barcelona, sér fyrir sér að verða einn markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar.

Barca fékk sérstakt leyfi til að kaupa nýjan leikmann í febrúar vegna meiðsla Ousmane Dembele og Luis Suarez í sóknarlínunni. Braithwaite var keyptur frá Leagnes sem gat ekkert gert í því vegna þess að Börsungar nýttu sér riftunarverð í samningi hans.

Félagaskiptin voru mjög ósanngjörn fyrir Leganes sem fékk ekki að kaupa sér nýjan leikmann í staðinn. Vægast sagt furðulegt allt saman, en Leganes er í fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni.

Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem er fyrrum sóknarmaður Middlesbrough á Englandi, skoraði tíu mörk á einu og hálfu tímabili hjá Leganes, en hjá Barcelona sér hann fyrir sér að skora mikið meira.

„Þegar þú spilar fyrir Barcelona færðu svo mörg tækifæri. Ég sé sjálfan mig skora mörg mörk og verða einn markahæsti leikmaður liðsins, og deildarinnar. Þess vegna er ég hérna. Ég verð að vinna fyrir því og trúa á sjálfan mig," sagði Braithwaite við danska fjölmiðilinn DR.

Danski sóknarmaðurinn segir það gott fyrir sig að það sé frí vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit að það er enginn sem æfir jafnmikið og af jafnmiklum krafti og ég. Þegar fótboltinn byrjar aftur þá verð ég tilbúinn andlega og líkamlega."

Braithwaite hefur komið við sögu í þremur leikjum í Barcelona en á enn eftir að skora. Hann lofar að byrja aftur með hvelli þegar fótboltinn hefst aftur, hvenær sem það svo verður.
Athugasemdir
banner
banner