Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. apríl 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst tal um fótbolta óþægilegt: Stríð sem við þurfum að vinna
Mynd: Getty Images
Scott Duxbury, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford, er ekki hrifinn af þeirri tilhugsun að hefja aftur leik í ensku úrvalsdeildinni í náinni framtíð.

Í gær var sagt frá því að bjartsýni væri að aukast á því að hægt verði að klára ensku úrvalsdeildina í sumar á bak við luktar dyr. Verið sé að vinna í þessari áætlun sem ber vinnuheitið "Project Restart" og verður betur kynnt fyrir félögunum á næstu dögum.

Mirror segir að félögin séu að skoða ýmsar hugmyndir en líklegt sé að hóteláætlun verði notuð en þá eru leikmenn einangraðir á hótelum í allt að sex vikur á meðan leikirnir eru kláraðir.

Duxbury er ekki spenntur fyrir þeirri tilhugsun að mætt verði aftur til leiks í fótboltanum og segir hann: „Mér finnst óþægilegt að tala um fótbolta þegar við erum í þessari stöðu."

„Það er heimsfaraldur í gangi og það þarf að setja fótbolta til hliðar. Í augnablikinu á allt púður að fara í baráttuna gegn kórónuveirunni. Það sjá allir að þetta er stríð og þetta er stríð sem við þurfum að vinna."

„Fótbolti er mikilvægur í samfélaginu, en það skilja það allir hvað á að vera í forgangi."

Watford leggur sitt af mörkum til þess að hjálpa heilbrigðisstarfsfólkoi í Bretlandi að vinna baráttuna. Heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið máltíðir á Vicrage Road, heimavelli Watford, og fær einnig að nota aðstöðu þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner