þri 28. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltamaður á von á refsingu vegna gagnrýni á Pútín
Yevgeny Frolov.
Yevgeny Frolov.
Mynd: Getty Images
Fótboltamaðurinn Yevgeny Frolov gæti átt von á refsingu fyrir að gagnrýna Vladímir Pútín, forseta Rússlands, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.

Frolov spilar með FC Krylia Sovetov Samar sem er í rússnesku úrvalsdeildinni. Í viðtali við rússneska íþróttafréttamanninn Sergei Yegorov gagnrýndi Frolov ýmislegt í fari Pútín, eins og til dæmis viðbrögð hans við heimsfaraldrinum sem er núna í gangi.

„Það sem forsetinn segir er allt tóm þvæla," sagði Frolov. „Það er ekkert gert."

„Við neyðumst til að vera heima og það er engin hjálp frá stjórnvöldum. Fólk er sektað fyrir að fara út, fólk sem á engan pening. Fólk er að fara í gegnum annan mánuðinn í röð án laun, en svona er raunin ekki annars staðar í Evrópu. Við sjáum hvernig lögreglar vinnur: Hún snýr upp á hendurnar á fólki og lemur það í andlitið."

Frolov, sem er 32 ára gamall markvörður, á yfir höfði sér sekt fyrir ummæli sín, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félagi hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner