Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gomez um vin sinn Van Dijk: Fæ stundum að heyra það
Van Dijk og Gomez eru flottir saman.
Van Dijk og Gomez eru flottir saman.
Mynd: Getty Images
Joe Gomez nýtur þess að spila í hjarta varnar Liverpool með Hollendingnum Virgil van Dijk.

Gomez og Van Dijk hafa á þessari leiktíð myndað öflugt miðvarðarpar sem hjálpað hefur Liverpool að ná afgerandi forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar áður en hlé var gert á henni í síðasta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Gomez er 22 ára gamall, en hann segir í samtali við Sky Sports að hann og Van Dijk hafi strax náð vel saman. Van Dijk var keyptur til Liverpool frá Southampton í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda og hefur hann verið magnaður síðan þá.

„Ég var ungur miðvörður og hafði ekki spilað eins mikið og ég hefði kosið. Hann kom til mín með opna arma og við tengdum strax vel saman," segir Gomez. „Hann er gríðarlega jarðbundinn utan vallar og við eigum mjög gott samband."

„Við tölum mikið saman, við tölum saman á Facetime. Það hjálpar mikið til inn á vellinum að skilja hvorn annan. Stundum lætur hann mig heyra það, en það hjálpar mér mikið og er gott fyrir sjálfstraustið að hafa einhvern eins og hann við hliðina á mér. Þegar það er einn-á-einn barátta þá veistu að hann vinnur hana og hann tapar aldrei skallaeinvígum."

Liverpool er eins og áður segir með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni, eða 21 mark í 29 leikjum.

Sjá einnig:
Van Dijk og Gomez rosalega traustir saman
Athugasemdir
banner
banner
banner