Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Keyptu rándýra leikmenn og gáfu þeim mikinn pening"
Rafael með Robin van Persie.
Rafael með Robin van Persie.
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn Rafael hefur gagnrýnt kaupstefnu Manchester United.

Rafael var á mála hjá United um níu ára skeið, en var seldur árið 2015 til Lyon í Frakklandi þar sem hann leikur enn.

Rafael var hluti af liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn árið 2013 á síðasta tímabili Sir Alex Ferguson. Síðan þá hefur United ekki barist að neinu viti um titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

Rafael ræddi við ESPN og sagði: „Það hefur tekið of langan tíma að komast aftur á réttan stall. Liðið hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina í sjö ár."

„Við byrjuðum á því að kaupa rándýra leikmenn og gefa þeim mikinn pening. Ég var ekki sammála því. Bara það að leikmaður kosti 150 milljónir punda þýðir ekki að hann sé rétti leikmaðurinn fyrir liðið. Það veltur mikið á persónuleika leikmannsins."

Frá því að Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United virðist félagið hafa bætt sig í leikmannakaupum með því að fá inn leikmenn eins og Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Bruno Fernandes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner