Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. apríl 2020 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Leikmenn mega byrja að æfa á Spáni 4. maí
Mynd: Getty Images
Íþróttafólk á Spáni má byrja að æfa aftur þann 4. maí næstkomandi þar sem Spánverjar eru að slaka á útgöngubanni sínu.

Spánn er eitt af þeim löndum sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en gert er ráð fyrir því að æfingasvæði hjá íþróttafélögum á Spáni opni þann 11. maí næstkomandi.

Það verða strangar reglur þegar æfingar byrja aftur til þess að koma í veg fyrir smit.

Frakkar hættu í dag keppni en á Ítalíu virðist vera farið eftir svipaðari áætlun og á Spáni. Svo virðist sem Ítalir og Spánverjar ætli að reyna að hefja leik aftur í deildarkeppnum sínum á þessu tímabili, en ekki er búið að gefa út neina dagsetningu enn sem komið er.

Áður en hlé var gert á fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins var Barcelona á toppi La Liga með tveimur stigum meira en Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner