þri 28. apríl 2020 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Missti af fyrsta bikartitlinum því hann spilaði á balli
Guðmundur Torfason er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net
Guðmundur Torfason er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Torfason er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net. Hann fer þar yfir ferilinn sinn og hvernig það togaðist á hjá honum fyrstu árin að vera söngvari í vinsælli hljómsveit.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Hans fyrsta ár í meistaraflokki í fótboltanum var með Fram 1979 en það ár varð liðið bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þegar leikurinn fór fram var hann hinsvegar ekki mættur, hann tók það framyfir að spila á balli í Vestmannaeyjum nóttina áður.

„Reyndar var ég um borð í Herjólfi þegar sá leikur var," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Ég var að spila á balli í eyjum um nóttina og hlustaði því á lýsinguna í Herjólfi."

„Ég var búinn að spila alla leikina fram að bikarúrslitaleiknum en var svo ósáttur við að Hólmbert Friðjónsson þjálfari vildi ekki segja mér hvort ég var í byrjunarliðinu eða ekki. Þá ákvað ég að spila á ballinu, þetta togaðist á hjá mér."

„Svo urðum við bikarmeistarar og ég kom og fagnaði með mínum mönnum og tók medalíuna. Svo tók ég lagið með Lúdó og Stefán á Þórskaffi um kvöldið."

Miðjan - Gummi Torfa valdi fótboltaferil fram yfir tónlistina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner