Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Mýta að Mourinho og Van Gaal hafi vanvirt unglingastarf Man Utd
Nicky Butt.
Nicky Butt.
Mynd: Getty Images
Nicky Butt, fyrrum yfirmaður akademíu Manchester United, segir að það sé mýta að Louis van Gaal og Jose Mourinho hafi sýnt unglingastarfi félagsins vanvirðingu í stjóratíð sinni.

Báðir stjórarnir eyddu fjárhæðum í nýja leikmenn en undir þeirra stjórn spiluðu Marcus Rashford og Scott McTominay einnig sína fyrstu leiki með aðalliði United.

Butt var áður yfirmaður akademíu Manchester United en í dag hjálpar hann ungum leikmönnum félagsins sem eru að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu.

„Ég tel að umræðan sé ósanngjörn gagnvart Van Gaal, Mourinho og upp að vissu marki Davyd Moyes, því að þeir komu ekki til Man United, ýttu öllu til hliðar með því að vanvirða Man United og gera þetta á annan hátt," sagði Butt.

„Þeir gerðu þetta ekki. Það er mýta að þeir hafi gert þetta. Mourinho var stórkostlegur fyrir mig. Hann talaði við mig í morgunmatnum á hverjum degi og spurði út í strákana. Hann tók nokkra fundi með strákunum þegar þeir voru að fara að spila í Portúgal. Hann sagði þeim við hverju hann væri að búast og svo framvegis."
Athugasemdir
banner
banner