Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reading fyrsta úrvalsdeildarfélagið sem nýtir sér ríkisaðstoð
Rakel Hönnudóttir er fyrrum leikmaður Reading.
Rakel Hönnudóttir er fyrrum leikmaður Reading.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reading varð í dag fyrsta félagið í úrvalsdeild kvenna á Englandi til að nota ríkisaðstoð þegar kemur að launagreiðslum leikmanna.

Leikmannahópnum var tilkynnt það í síðustu viku að félagið myndi nýta sér úrræði stjórnvalda við launagreiðslur. Úrræðið virkar þannig að stjórnvöld borga 80 prósent af launum upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt. Félagið borgar þá hin 20 prósentin.

Reading ætlar einnig að nota sama úrræði fyrir leikmenn í U-23 liði karlaliðsins og fyrir stóran hóp starfsfólks. Reading er í viðræðum við leikmenn karlaliðsins um frestun á launagreiðslum, en enn hefur ekki náðst samkomulag.

Í úrvalsdeild karla á Englandi hafa Norwich og Newcastle nýtt sér úrræðið fyrir starfsfólk. Félög eins og Tottenham og Liverpool ætluðu einnig að gera það, en hættu við eftir mikla gagnrýni frá almenningi.

Ekkert hefur verið spilað í úrvalsdeild kvenna á Englandi síðan 23. febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Reading er í fimmta sæti úrvalsdeildar kvenna með 21 stig úr 14 leikjum.

Rakel Hönnudóttir er fyrrum leikmaður Reading, en hún fór frá félaginu í desember síðastliðnum og samdi við Breiðablik.

Athugasemdir
banner
banner