banner
   þri 28. apríl 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már verið í útgöngubanni - Styttist í æfingar á ný
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Deildin hér var stoppuð 15. mars. Við vorum þá búnir að spila þrjár umferðir," segir Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Astana í Kasakstan,

Fótboltinn í Kasakstan hefur verið í fríi undanfarnar vikur líkt og víðast hvar vegna kórónaveirunnar. Deildin í Kasakstan átti að vera til 7. nóvember en óvíst er hvenær henni lýkur í ár vegna veirunnar.

„Veiran kom seinna hingað en á flesta staði en það voru ekki komin mörg smit þegar öllu landinu var lokað. Samkomubannið miðaðist við þrjá en svo var sett fljótlega á útgöngubann."

„Ég er búinn að vera hérna einn heima og ekki farið út nánast í að verða 7 vikur. En maður sér fyrir endann á þessu, vonandi um miðjan maí getum við farið að æfa og þá er stefnt að æfa í 2 vikur og deildin færi svo af stað,"
sagði Rúnar.

Sjá einnig:
Legkökunuddarinn hjálpaði Rúnari Má að losna við meiðsli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner