Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 28. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salihamidzic um Neuer: Veit að við kunnum mjög að meta hann
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern München, segir að markvörðurinn Manuel Neuer viti það að félagið styðji við bakið á honum.

Neuer varð ósáttur við forráðamenn félagsins eftir að upplýsingar um samningamál hans rötuðu í fjölmiðla.

Hinn 34 ára gamli Neuer rennur út á samningi næsta sumar og hafa verið vangaveltur um það hvort að Neuer sé mögulega á förum frá félaginu sem hann hefur spilað fyrir frá 2011.

Salihamidzic segir að málið hafi verið rætt innanbúðar og Neuer róaður niður.

Hann sagði í viðtali við Welt Am Sonntag. „Manuel veit að við kunnum mjög að meta hann. Ég spilaði með Oliver Kahn og veit hversu miklu máli það skiptir að hafa markvörð í heimsklassa. Manuel er mikils metinn hjá félaginu og vonandi getur við framlengt samband okkar við hann."

„Við höfum rætt saman og ég geri ráð fyrir því að við getum horft fram á veginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner