Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sendi vasapeninginn til Plymouth
Frá heimavelli Plymouth.
Frá heimavelli Plymouth.
Mynd: Getty Images
Tíu ára gamall stuðningsmaður enska D-deildarliðsins Plymouth Argyle frá Bandaríkjunum sendi félaginu vasapening sinn í von um að geta aðstoðað á þessum erfiðu tímum.

Mörg knattspyrnufélög koma til með að lenda í fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirunnar.

Kasra Sherrell vildi hjálpa sínu liði og sendi hann nokkra dollara, auk tíu punda frá síðustu ferð sinni til Bretlands, á skrifstofu Simon Hallett, stjórnarformanns Plymouth, í Bandaríkjunum.

Matt, faðir Kasra, var byrjaði að halda með Plymouth áður en hann flutti til Bandaríkjana og deila þeir feðgar umhyggju gagnvart félaginu.

Kasra sendi bréf með aurunum þar sem hann skrifaði: „Ég vona að þetta nýtist félaginu vel."

Athugasemdir
banner
banner