Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. apríl 2020 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: RÚV 
Síminn biður um endurgreiðslu ef enska deildin hefst ekki
Sýn í svipuðum hugleiðingum
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það er mikil óvissa í gangi vegna kórónuveirufaraldursins og hefur staðan verið þannig síðustu vikur. Fótbolti hefur verið í biðstöðu, og það skiljanlega. Verið er að reyna að finna lausnir á því hvernig sé hægt að hefja leik aftur og klára tímabilið.

Búið er að hætta keppni í Hollandi og Frakklandi, en aðrar stórar deildir gera sér enn vonir um að halda áfram.

Á Englandi eru sérstaklega miklar tekjur í húfi þegar kemur að sýningarrétt á deildinni. Félög gætu tapað stórum fjárhæðum ef deildin hefst ekki aftur.

Síminn sem á útsendingarréttinn á ensku úrvalsdeildinni á Íslandi segist ætla að gera kröfu á endurgreiðslu ef deildin rúllar ekki aftur af stað á þessu tímabili. „Enn getur það gerst að tímabilið verði flautað af, þótt ólíklegt sé, en í slíku tilfelli munum við gera kröfu um endurgreiðslu hluta sýningarréttarins," segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, við RÚV.

Sýn, sem er til að mynda með réttinn á spænsku úrvalsdeildinni, ítölsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni er í svipuðum hugleiðingum að sögn Eiríks Stefáns Ásgeirssonar, yfirmanns íþróttadeildarinnar á Sýn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner