Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness vildi sjá medalíur Pogba - „Minn maður er Heimsmeistari"
Pogba með Heimsmeistarabikarinn.
Pogba með Heimsmeistarabikarinn.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, kemur Paul Pogba til varnar í rifrildi hans við Graeme Souness, fyrrum leikmann og stjóra Liverpool.

Souness, sem vinnur í dag sem sérfræðingur á Sky Sports, virðist yfirleitt ekki hafa mikið álit á Pogba og gagnrýnir hann franska miðjumanninn við hvert tækifæri sem gefst.

Fyrr í mánuðinum snerist taflið við og skaut Pogba ómeðvitað á Souness, sem var á sínum tíma frábær knattspyrnumaður. Leikmannaferli Souness lauk þó áður en Pogba fæddist. „Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var, svona í alvöru talað. Ég heyrði að hann var frábær leikmaður og eitthvað svoleiðis. Ég kannaðist við andlitið og svona en ég þekkti ekki nafnið," sagði Pogba.

Souness svaraði þessum ummælum Pogba og sagði: „Ég er ánægður með þetta. Elsti frasinn í fótbolta - sýndu mér medalíurnar þínar."

Pogba hefur lítið spilað á þessu tímabili vegna meiðsla og sagði Ferdinand í The Beautiful Game hlaðvarpinu: „Ég veit ekki hvernig það er svona mikið talað um hann þegar hann hefur ekki einu sinni spilað á þessu ári. Ég skil það ekki."

„Souness sagði honum að setja medalíurnar á borðið. Minn maður er Heimsmeistari. Það er erfitt að segja eitthvað við einhvern sem er Heimsmeistari. Hann hefur líka unnið fjóra Ítalíumeistaratitla til dæmis."

„Ég trúi því að Paul Pogba viti ekki hver Souness er, eða þekki hann ekki sem fótboltamann. Það er ekki vanvirðing, hann þekkir hann ekki," sagði Ferdinand, en hann talaði jafnframt um að Souness væri einn af bestu miðjumönnum í sögu Bretlands. Hann skilur að Pogba þekki ekki til Souness því hann er af allt annarri kynslóð.

Sjá einnig:
Kominn tími á að Pogba tjái sig sjálfur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner