þri 28. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður hægt að halda leiki á Parken á EM 2020?
Frá Parken í Kaupmannahöfn.
Frá Parken í Kaupmannahöfn.
Mynd: Stadiums
Kaupmannahöfn er ein af þeim borgum þar seem leikir á EM 2020 eiga að fara fram.

Mótið átti að fara fram í sumar, en því var frestað til næsta árs vegna kórónuveirunnar. Mótið heitir áfram EM 2020, en það fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu.

Fjórir leikir eiga að fara fram á Parken í Kaupmannahöfn, en Jesper Møller, formaður danska knattspyrnusambandsins, er ekki viss um að hægt verði að spila leikina næsta sumar.

„Hjá danska knattspyrnusambandinu erum við tilbúin að halda leikina fjóra, en við getum það ekki án stuðnings frá samstarfsaðilum okkar," segir Møller.

Hluti af hjólreiðakeppninni Tour de France á að fara fram í Kaupmannahöfn næsta sumar og óvíst er hvort að leikir á Evrópumótinu geti farið fram í borginni á sama tíma.

Møller þarf að ná samkomulagi við borgarráð Kaupmannahafnar, stjórnendur Parken og Íþróttasamband Danmerkur ef á að spila á EM í Danmörku næsta sumar. Lítill tími er til stefnu, en danska knattspyrnusambandið hefur þangað til 30. apríl til þess að láta UEFA vita af því hvort hægt sé að hýsa leiki í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner