Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 28. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villas-Boas ætlar ekki aftur í ensku úrvalsdeildina
Villas-Boas stýrði Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Villas-Boas stýrði Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas ætlar sér ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildinni.

Villas-Boas er í dag við stjórnvölinn hjá Marseille í Frakklandi, en frá 2011 til 2013 stýrði hann Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Hann vill ekki fara aftur til England þar sem það hentar ekki hans hugmyndafræði að vinna þar.

„Ég fer ekki aftur þangað," sagði Villas-Boas við portúgölsku útvarpsstöðina Radio Renascenca. „Það er deildin með stærstu fjárfestinguna, bestu liðin og bestu leikmennina. En ég vil vera í deild þar sem hugmyndafræðin er önnur."

Enskur fótbolti hefur fengið það orðspor á sig að snúast meira um líkamlega hluta fótboltans en aðrar deildir. Það er mikið um tæklingar og hörku; meira en í deildum eins og til dæmis í Frakklandi og á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner