Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Liverpool og Real Madrid mætast aftur
Mynd: EPA

Það er komið að einum eftirvæntasta fótboltaleik evrópska tímabilsins. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.


Liverpool og Real Madrid mætast þar á Parc des Princes í París í öðrum úrslitaleiknum sín á milli á fjórum árum, en þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á fjórum árum í Meistaradeildinni.

Real Madrid vann úrslitaleikinn gegn Liverpool 2018 og höfðu Spánarmeistararnir aftur betur þegar liðin mættust í útsláttarkeppninni í fyrra með 3-1 heimasigri og markalausu jafntefli á Anfield.

Liverpool getur unnið bikaraþrennu með sigri í kvöld eftir að hafa unnið enska deildabikarinn og FA bikarinn. Lærisveinar Jürgen Klopp enduðu í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi eftir Manchester City. Real Madrid vann spænsku deildina þægilega en komst ekki í úrslitaleik bikarsins.

Leikur kvöldsins:
19:00 Liverpool - Real Madrid


Athugasemdir
banner
banner