Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 28. júní 2018 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Ásgeir Börkur spáir í leik Kolumbíu og Senegal
Ásgeir Börkur í leik með Fylki.
Ásgeir Börkur í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Klukkan 14:00 í dag mætast Kolumbía og Senegal í lokaumferð H-riðils.

Senegal er í 2. sæti riðilsins með fjögur stig, jafn mörg stig og Japan sem er á toppi riðilsins. Kolumbía er hinsvegar í 3. sæti með þrjú stig.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson leikmaður Fylkis spáir í leikinn sem framundan hér.

Kolumbía 1 - 1 Senegal(Klukkan 14:00)
Kólumbíu menn verða að vinna ef þeir ætla áfram. Pólverjar virka andlausir og ég sé þá ekki gera nokkurn skapaðan á móti Japönum. Uppáhalds leikmaðurinn minn hingað til í mótinu Juan Quintero mun eiga stórleik. Hann leggur upp eitt og á eftir að valda alls skonar usla en það verður ekki nóg. Skipulagðir Senegalar undir stjórn Aliou Cissé skora í fyrri hálfleik áður en Carlos Bacca jafnar eftir stoðsendingu frá Quintero undir lok leiks. Ég og Pape Mamadou Faye vinur minn, ásamt Senegalska landsliðinu, förum hlæjandi inn í 16 liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner