Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. júní 2018 12:59
Ingólfur Páll Ingólfsson
Byrjunarlið Japan og Póllands: Japanir með sex breytingar
Japan er í bullandi séns að komast í 16-liða úrslit.
Japan er í bullandi séns að komast í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin eru klár fyrir leik Japans og Póllands en liðin mætast í lokaleik sínum í H-riðli.

Pólverjar eru nú þegar úr leik eftir tapleiki gegn Senegal og Kólumbíu. Þeir munu þó líklega vilja sigra í dag til þess að bjarga andlitinu eftir ansi dapra frammistöðu hingað til. Þeir gera alls fimm breytingar á sínu liði frá síðasta leik.

Japan hefur komið skemmtilega á óvart hingað til og er fyrir lokaleik riðilsins í efsta sæti með fjögur stig. Liðið gerir sex breytingar á liði sínu frá síðasta leik sem kemur á óvart. Liðinu nægir jafntefli til þess að komast áfram í dag.

Japan
Kawashima; Nagatomo, Sakai, Yoshida, Shibasaki, Usami, Yamaguchi, Okazaki, Muto

Pólland
Fabianski; Jedrzejczyk, Bednarek, Glik, Bereszynski, Góralski, Krychowiak, Grosicki, Zielinski, Kurzawa, Lewandowski

Athugasemdir
banner
banner