Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júní 2018 17:08
Ingólfur Páll Ingólfsson
Byrjunarlið Túnis og Panama: Túnis notar sinn þriðja markvörð
Túnis mun gera allt til þess að enda ekki í botnsæti riðilsins.
Túnis mun gera allt til þess að enda ekki í botnsæti riðilsins.
Mynd: Getty Images
Túnis og Panama mætast klukkan 18:00 í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu en hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Túnis þarf að nota sinn þriðja markvörð á mótinu. Mouez Hassen varð fyrir axlarmeiðslum gegn Englandi og Farouk Ben Mustapha varð fyrir hnémeiðslum á æfingu. Þá eru þeir án Dylan Bronn sem var borinn af velli í tapinu gegn Belgíu.

Panama gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínum frá tapleiknum gegn Englandi þar sem Michael Murillo og Armando Cooper eru báðir í banni.

Panama
Penedo; Machado, R Torres, Escobar, Ovalle, Gómez, Bárcenas, Avila, Godoy, JL Rodriguez, G Torres.

Túnis
Mathlouthi; Nagguez, Bedoui, Meriah, Haddadi, Chaalali, Skhiri, Sassi, F Ben Youssef, Khazri, Sliti.

Sjá einnig:
Óli Stefán spáir í leik Panama og Túnis
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner